top of page

Nykur

Nykur er vera sem finnst í norrænum þjóðsögum og líkist allra helst hesti, en er ólíkur að því leitinu til að hófar hans ásamt eyrum snúa aftur. Þjóðsögurnar segja líka frá því að furðuvera þessi lifi í vötnum, ám og sjó og komi á land til að tæla fólk á bak sér og hlaupa svo með það út í vatnið. Nykur hefur í gegnum tíðina öðlast mörg örnefni og þar má nefna: nóni, nennir, vatnahestur og kumbur. Nykur er vatnavera sem er skyld svínum og yfirleitt grá eða steingrá að lit, en stundum brún. Sumar heimildir segja frá því að Nykurinn geti tekið á sig mynd alls, lifandi og dauðs, nema vorullar og bankabyggs. Nykurinn á margt sameiginlegt með hestum og þá má segja frá því að hann kasti fyli líkt og hestar, en þó ólíkt hestum geri hann það í vatni. Sumir segja að Nykrar geti gert merar fylfullar og að afkvæmi Nykurs og hests verði stórglæsilegur og kraftmikill hestur, en þó mjög kargur. Nykur þolir ekki að heyra nafn sitt nefnt né neitt orð sem líkist því, þar á meðal allar myndir sagnarinnar að nenna, en þá hleypur hann um leið til vatns. Nykurinn má heldur ekki heyra orðið andskotinn eða einhver önnur orð yfir djöfulinn því það gefur í skyn að nykurinn sé af djöfullegum rótum runninn og sumir telja að Nykurinn sé djöfullinn sjálfur í hestslíki. Þá kemur það kannski ekki á óvart að hann forðist einnig Guðs nafn, og kirkjuklukkur er það hljóð sem Nykurinn má ekki heyra, ef það hljómar flýr hann ofan í jörðina og að sama skapi ef krossað er yfir Nykurinn. Auk þess að hafa öfuga hófa og eyru hefur Nykurinn að geyma blöðru eða kepp undir vinstri bóg. Ef manni tekst að sprengja blöðruna verður Nykurinn hinn spakasti hestur og leitar ekki til heimkynna sinna aftur. 

bottom of page