
Kynjaverur
Sphinx(Svingsinn)
Svingsinn er vera með ljóslíkama en mannsandlit og stundum vængi. Hann var gerður að svikulli, miskunnlausri goðsögn í grísku goðafræðinni, drepur og étur þá sem ekki geta svarað gátum hans. Gríski Svingsinn er kvenkyns, en sá Egypski karlkyns. Hann er góðviljaður en mjög sterkur, líkt og gríska útgáfan. Þeir voru báðir hugsaðir sem verðir sem stóðu við inngang mustera.
Veran með ljónslíkamann og mannshöfuðið lifir í hefðum, goðafræði og listum Suður og Suð-Austur Asíu. Hún er ýmist þekkt sem purushamriga(mann-skepna á sanskrít), purushamirugam(mann-skepna á tamíl), naravirala(mann-köttur á sanskrít) í Indlandi, eða nara-simha(mann-ljón á hindúamáli) í Sri Lanka, manusiha eða manuthiha(mann-ljón á pali) í Myanmal, og norasingh(mann-ljón á pali, sem er afbrigði nara-simha úr sanskrít) eða thep norasingh(mann-ljóns gyðja), eða nora nair í Taílandi.
Endurlífgaði, tilgerðalegi Svingsinn frá 16. Öldinni er stundum hugsaður sem franski Svingsinn. Hún er liggjandi ljónynja með uppsett hár og brjóst ungrar konu, og er oft með eyrnalokka og perlur sem skrautmuni. Hún dreifðist seinna um Evrópu og varð að skrauti hallargarða 18. aldarinnar.

